Ullarmat.is – Íslensk ull í fararbroddi

Hér geta ullarframleiðendur fundið allar helstu upplýsingar um meðhöndlun og flokkun ullar.

Ull er gull!

Íslensk ull er frábært og einstakt hráefni, sem þarf að nýta sem best. Góð gæði eru undirstaðan fyrir allt sem á eftir kemur. Þess vegna þarf að vanda til verka til að ná því besta úr ullinni. Rúningur og flokkun ullar eru meðal lykilskrefa í ullarvinnsluferlinu. Þessari síðu er ætlað að hjálpa til við að auka gæði og verðmæti íslensku ullarinnar.

Flokkun

Flokkun tekur mið af lit, hreinleika og grófleika.

Litirnir er hvítur, grár, svartur og mórauður. Öll litamengun rýrir verðmæti.

Hreinleiki ullar skiptir einnig miklu máli. Það er erfitt og ekki hægt að fjarlægja öll óhreinindi í þvotti, sem minnkar notkunargildi ullarinnar.

Almennt séð þá er ull verðmætari því fínni sem þræðirnir eru. Þess vegna fæst hærra verð fyrir lambsull. Hægt er að nota þá þumalputtareglu að verðmæti hennar lækki um 10% við hvert mikron (1/1000 mm).

Ullarflokkar

Rétt ullarmat er mikilvægt til að hámarka gæði ullarflokka. Ull er hægt að nýta á margvíslegan hátt og mismunandi flokkar eru notaðir í mismunandi verkefni. Ullarframleiðendur flokka ullina en flokkunin er yfirfarin í ullarþvottastöðinni.

Hreint hráefni

Einstakur uppruni íslensku ullarinnar skiptir máli. Ístex miðar að því að lágmarka umhverfisáhrif sín. Þvegin ull frá Blönduósi er vottuð STANDARD 100 by OEKO-TEX® um að innihalda engin skaðleg efni. Íslenska ullin hefur einnig vottun um að vera 100% ný ull frá Woolmark.